Innlent

Þétt dag­skrá í húsa­kynnum ríkis­sátta­semjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sést hér fremstur á mynd sem tekin var í Karphúsinu í morgun þar sem fjöldi fólks fundar vegna kjaraviðræðna.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sést hér fremstur á mynd sem tekin var í Karphúsinu í morgun þar sem fjöldi fólks fundar vegna kjaraviðræðna. vísir/vilhelm
Fyrsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir að SGS sleit viðræðum við SA hófst klukkan 09:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun.

Áætlað er að hann standi til klukkan 12 en dagskráin er þétt í Karphúsinu í dag þar sem vinnufundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við SA hófst klukkan 10.

Reynt er nú til þrautar að ná samningi í þeim viðræðum og er áætlað að fundað verði í dag til klukkan 18 og síðan alla helgina.

Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst ekkert uppgefið um það sem fram hefur komið í viðræðunum.


Tengdar fréttir

Funda stíft næstu daga

Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila á vinnufundi í dag og á laugardag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×