Funda stíft næstu daga Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Fréttablaðið/Anton „Við höfnum því alfarið að kjaraviðræður eigi að stjórnast af einhverjum sviptivindum. Grundvallarforsendan í okkar kröfugerð hefur verið að fólk geti lifað af laununum. Það er krafa sem á við, óháð því hvernig efnahagsástandið er,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila á vinnufundi í dag og á laugardag og sunnudag. Verði ekki árangur af þeim fundum hefst þriggja sólarhringa verkfall VR og Eflingar á þriðjudag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði ljóst fyrir fundinn í gær að fall WOW air myndi hafa einhver áhrif á viðræðurnar en óljóst sé hver þau verði. „Við höfum náttúrulega frestað samningafundi nokkrum sinnum vegna þessa möguleika með WOW. Því miður hefur þetta raungerst,“ segir Halldór. Viðar segist ekki gera lítið úr því að fólk sé að missa vinnuna, bæði hjá WOW og í tengdum störfum í ferðaþjónustu. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um uppsagnir 59 starfsmanna í gær. „Við höfum verið að minna á það að þetta er mjög óheppilegur tími fyrir fyrirtæki að fara í hópuppsagnir vegna þess að það er náttúrulega spenna á vinnumarkaði. Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það sé hægt að nota slíkt sem átyllu til að beita starfsfólk þrýstingi,“ segir Viðar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. 28. mars 2019 23:23 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Við höfnum því alfarið að kjaraviðræður eigi að stjórnast af einhverjum sviptivindum. Grundvallarforsendan í okkar kröfugerð hefur verið að fólk geti lifað af laununum. Það er krafa sem á við, óháð því hvernig efnahagsástandið er,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila á vinnufundi í dag og á laugardag og sunnudag. Verði ekki árangur af þeim fundum hefst þriggja sólarhringa verkfall VR og Eflingar á þriðjudag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði ljóst fyrir fundinn í gær að fall WOW air myndi hafa einhver áhrif á viðræðurnar en óljóst sé hver þau verði. „Við höfum náttúrulega frestað samningafundi nokkrum sinnum vegna þessa möguleika með WOW. Því miður hefur þetta raungerst,“ segir Halldór. Viðar segist ekki gera lítið úr því að fólk sé að missa vinnuna, bæði hjá WOW og í tengdum störfum í ferðaþjónustu. Þannig tilkynntu Kynnisferðir um uppsagnir 59 starfsmanna í gær. „Við höfum verið að minna á það að þetta er mjög óheppilegur tími fyrir fyrirtæki að fara í hópuppsagnir vegna þess að það er náttúrulega spenna á vinnumarkaði. Við höfum auðvitað áhyggjur af því að það sé hægt að nota slíkt sem átyllu til að beita starfsfólk þrýstingi,“ segir Viðar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. 28. mars 2019 23:23 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. 28. mars 2019 23:23
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33