Bjóða farþegum WOW ókeypis gistingu á meðan þeir reyna að komast heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 20:40 Drífa Björk Linnet rekur gistisvæðið Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Samsett Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira