„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2019 19:30 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15