Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 15:55 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31