Innlent

Reyna að ná samkomulagi hjá ríkissáttasemjara

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara.
Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. Fbl/Anton Brink
Fulltrúar sex verkalýðsfélaga og þar á meðal eflingar og VR reyna þessa stundina að ná samkomulagi við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 13.00 í dag.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Bítinu fyrir fundinn að fréttir af flugfélaginu WOW air hefðu ekki áhrif á þá kröfu sem verkalýðsforystan hefur sett fram um mannsæmandi kjör fyrir félagsmenn.

Ragnar sagði þó að verkalýðshreyfingin þyrfti mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að WOW air væri hætt starfsemi. Hann vill að stjórnvöld setji þak á verðtryggð húsnæðislán til að koma í veg fyrir mögulegan skell fyrir heimilin í landinu.

Á sáttafundi í gær var ákveðið að aflýsa þeim verkfallsaðgerðum sem boðaðar voru í dag og á morgun vegna þess að einhver árangur hefði náðst í viðræðum.

Ragnar Þór sagði að aðalmarkmiðið væri að ná samkomulagi við Samtök atvinnulífsins áður er verkfallsaðgerðir sem fyrirhugaðar eru á þriðjudag bresta á.


Tengdar fréttir

Verkföllum aflýst

Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst.

Samningsvilji en langt í land

Verkföllum sem standa áttu í dag og á morgun er aflýst. Leiðtogar eru í senn bjartsýnir á árangur og hófstilltir. Aðkoma stjórnvalda hefur verið dýrmæt segir formaður VR.

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×