Erlendir miðlar um WOW: Norskur sérfræðingur segir byrjunarstöðu WOW hafa verið erfiða Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 10:19 Flugvél WOW air á flugvelli í Frankfurt. EPA/MAURITZ ANTIN Þúsundir farþega víða um heim komast ekki leiðar sinnar eftir að starfsemi WOW air var hætt nú í morgun. Það helsta sem fjölmiðlar ytra fjalla um, enn sem komið er, er hve margir eru strandaglópar á flugvöllum heimsins og það að mörg lággjaldaflugfélög hafa orðið gjaldþrota að undanförnu. Þá segir norskur sérfræðingur að byrjunarstaða WOW air hafi verið sérstaklega slæm og erfitt hafi verið að láta reksturinn ganga upp til lengri tíma. WOW air hefur borist ótal skilaboð frá reiðum netverjum, sem margir hverjir eru fastir á flugvöllum vegna aflýsingar á flugi þeirra.Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframhaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Strandaglópar víða Breska fréttaveitan Press Association segir þúsundir Breta standaglópa. The Sun fer sérstaklega yfir það hvernig strandaglópar geta fengið bætur vegna miðakaupa fyrir flug sem ekkert verður af.Reuters setur gjaldþrot WOW air í samhengi við það að fjöldi lággjaldaflugfélaga hafa orðið gjaldþrota að undanförnu. Meðal nýjustu dæmanna eru Flybmi og Primera Air. Þá segir á vef Reuters að Norwegian Air sé með rúmlega markaðshlutdeild meðal lággjaldaflugfélögum sem hafa ferja farþega yfir Atlantshafið og WOW air hafi verið um fjórðungs markaðshlutdeild í fyrra og flutt þrjár og hálfa milljón farþega.Sky slær á svipaða strengi og bætir Monarch Airlines og Air Berlin við á lista gjaldþrota lággjaldaflugfélaga og segir hækkandi olíuverð og mikla samkeppni hafa gert félögunum erfitt fyrir.Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt frá WKYC í Cleveland. WOW air hætti að fljúga beina leið til Cleveland í október en íbúar þar voru ósáttir við þá ákvörðun.Í frétt AP fréttaveitunnar frá Bandaríkjunum, sem skrifuð er af íslenskum blaðamanni, er vitnað í bréf Skúla Mogensen til starfsmanna WOW air þar sem hann segist aldrei muna fyrirgefa sér. Þá er hröð stækkun WOW air nefnd og sú staðreynd að félaginu hafi ekkert gengið í að auka hagnað af hverjum farþega, þrátt fyrir aukin umsvif félagsins.Erfið byrjunarstaðaVG í Noregi segir frá vendingum síðustu mánaða og að Icelandair hafi tvisvar sinnum reynt að koma að rekstri WOW air. Þá ræðir VG við sérfræðinginn Jørgen Elnæs, sem segir sömuleiðis að fjöldi lággjaldaflugfélaga hafi orðið gjaldþrota að undanförnu vegna hækkandi olíuverðs og aukinnar samkeppni.Elnæs segir smærri aðila, með færri en tuttugu flugvélar, eiga mjög erfitt á markaðinum eins og hann er í dag. Þá sé sérstaklega erfitt að fá aukið fé til reksturs lággjaldaflugfélaga í dag. Hann segir enn fremur að byrjunarstaða WOW air hafi ekki verið góð. Félagið hafi ekki búið yfir nægu fjármagni, rekstrarkostnaður hafi verið hár og farmiðaverð of lágt. Það sé blanda sem gangi bara ekki til lengri tíma. Elnæs bendir einnig á WOW air hafi leigt fjórar Airbus A330 sem séu töluvert dýrari í rekstri en aðrar flugvélar Airbus sem hægt er að fljúga styttri vegalengdir. Hann telur að hafi félagið ekki farið þá leið hefði verið mögulegt að bjarga því. Þá segir hann einnig að gjaldþrot WOW air muni líklegast ekki hafa mikil áhrif á markaði í Evrópu né í Norður-Ameríku.Financial Times ræddi við hinn 22 ára gamla Christian Ricci. Hann og níu fjölskyldumeðlimir hans voru strandaglópar í Frankfurt eftir að stöðvun rekstur WOW air var tilkynnt í morgun. Hann segir ömmu sína og afa hafa greitt gífurlegar fjárhæðir fyrir flugmiða svo helmingur hópsins kæmist aftur til Bandaríkjanna á meðan hinir væri að leita að ódýrari flugferðum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Þúsundir farþega víða um heim komast ekki leiðar sinnar eftir að starfsemi WOW air var hætt nú í morgun. Það helsta sem fjölmiðlar ytra fjalla um, enn sem komið er, er hve margir eru strandaglópar á flugvöllum heimsins og það að mörg lággjaldaflugfélög hafa orðið gjaldþrota að undanförnu. Þá segir norskur sérfræðingur að byrjunarstaða WOW air hafi verið sérstaklega slæm og erfitt hafi verið að láta reksturinn ganga upp til lengri tíma. WOW air hefur borist ótal skilaboð frá reiðum netverjum, sem margir hverjir eru fastir á flugvöllum vegna aflýsingar á flugi þeirra.Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframhaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Strandaglópar víða Breska fréttaveitan Press Association segir þúsundir Breta standaglópa. The Sun fer sérstaklega yfir það hvernig strandaglópar geta fengið bætur vegna miðakaupa fyrir flug sem ekkert verður af.Reuters setur gjaldþrot WOW air í samhengi við það að fjöldi lággjaldaflugfélaga hafa orðið gjaldþrota að undanförnu. Meðal nýjustu dæmanna eru Flybmi og Primera Air. Þá segir á vef Reuters að Norwegian Air sé með rúmlega markaðshlutdeild meðal lággjaldaflugfélögum sem hafa ferja farþega yfir Atlantshafið og WOW air hafi verið um fjórðungs markaðshlutdeild í fyrra og flutt þrjár og hálfa milljón farþega.Sky slær á svipaða strengi og bætir Monarch Airlines og Air Berlin við á lista gjaldþrota lággjaldaflugfélaga og segir hækkandi olíuverð og mikla samkeppni hafa gert félögunum erfitt fyrir.Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt frá WKYC í Cleveland. WOW air hætti að fljúga beina leið til Cleveland í október en íbúar þar voru ósáttir við þá ákvörðun.Í frétt AP fréttaveitunnar frá Bandaríkjunum, sem skrifuð er af íslenskum blaðamanni, er vitnað í bréf Skúla Mogensen til starfsmanna WOW air þar sem hann segist aldrei muna fyrirgefa sér. Þá er hröð stækkun WOW air nefnd og sú staðreynd að félaginu hafi ekkert gengið í að auka hagnað af hverjum farþega, þrátt fyrir aukin umsvif félagsins.Erfið byrjunarstaðaVG í Noregi segir frá vendingum síðustu mánaða og að Icelandair hafi tvisvar sinnum reynt að koma að rekstri WOW air. Þá ræðir VG við sérfræðinginn Jørgen Elnæs, sem segir sömuleiðis að fjöldi lággjaldaflugfélaga hafi orðið gjaldþrota að undanförnu vegna hækkandi olíuverðs og aukinnar samkeppni.Elnæs segir smærri aðila, með færri en tuttugu flugvélar, eiga mjög erfitt á markaðinum eins og hann er í dag. Þá sé sérstaklega erfitt að fá aukið fé til reksturs lággjaldaflugfélaga í dag. Hann segir enn fremur að byrjunarstaða WOW air hafi ekki verið góð. Félagið hafi ekki búið yfir nægu fjármagni, rekstrarkostnaður hafi verið hár og farmiðaverð of lágt. Það sé blanda sem gangi bara ekki til lengri tíma. Elnæs bendir einnig á WOW air hafi leigt fjórar Airbus A330 sem séu töluvert dýrari í rekstri en aðrar flugvélar Airbus sem hægt er að fljúga styttri vegalengdir. Hann telur að hafi félagið ekki farið þá leið hefði verið mögulegt að bjarga því. Þá segir hann einnig að gjaldþrot WOW air muni líklegast ekki hafa mikil áhrif á markaði í Evrópu né í Norður-Ameríku.Financial Times ræddi við hinn 22 ára gamla Christian Ricci. Hann og níu fjölskyldumeðlimir hans voru strandaglópar í Frankfurt eftir að stöðvun rekstur WOW air var tilkynnt í morgun. Hann segir ömmu sína og afa hafa greitt gífurlegar fjárhæðir fyrir flugmiða svo helmingur hópsins kæmist aftur til Bandaríkjanna á meðan hinir væri að leita að ódýrari flugferðum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15