Solskjær átti upprunalega aðeins að stýra liðinu út þessa leiktíð en undir hans stjórn hefur liðið blómstrað. Því hefur félagið eðlilega samið við hann til lengri tíma.
Ole’s at the wheel! We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as #MUFC manager.
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2019
Er Solskjær tók við liðinu var það í sjötta sæti og ellefu stigum frá toppsætinu. Undir stjórn Solskjær hefur United aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum.
Solskjær er þess utan kominn með United í átta liða úrslit í Meistaradeildinni en þangað komst félagið síðast 2014.