Á réttri leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. mars 2019 08:15 Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar