Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:14 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. Vísir greindi frá því í morgun að Efling hefði látið gera einblöðunga þar sem þeim tilmælum var beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem hefst á miðnætti.Sjá nánar: Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn gangi í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Samtök atvinnulífsins og Efling eru ekki sammála um túlkun laga sem fjalla um hverjir megi ganga í störf í verkföllum. Þannig hefur það viðgengist að starfsmenn sem ekki eru í VR og Eflingu hafa gengið í störfin. Efling telur það vera verkfallsbrot. Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00