Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur: „Margir á Íslandi vita ekki einu sinni af reikningi mínum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2019 10:30 Eva Laufey ræddi við Ásu Steinarsdóttur. Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir er 28 ára gömul og heldur hún úti vinsælum Instagram reikningi þar sem hún deilir myndum af ferðalögum sínum og eru fylgjendurnir nærri 130 þúsund. Ása starfar við ljósmyndun og ferðast um allan heim og hefur komið til 53 landa á ferli sínum og er nánast alltaf á ferð og flugi um heimi. Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég myndi segja að ég væri sjálfstætt starfandi ljósmyndari,“ segir Ása og bætir við að hún vinni einnig mikið með samfélagsmiðla og hef verið að aðstoða fyrirtæki. Ása hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndum og útivist, og var það hugsað sem áhugamál til hliðar á meðan Ása einbeitti sér að náminu en hún er með tvær háskólagráður, byrjaði á því að fara í heilbrigðisverkfræði í Háskóla Reykjavíkur og síðar þegar hún fann þörf fyrir að mennta sig meira fór hún í tölvunarfræði. „Ég er ekki lærður ljósmyndari en þetta hefur bara alltaf verið áhugamál númer eitt. Ég byrjaði að mynda ellefu ára gömul í sumarbúðum í Vindáshlíð og ljósmyndun hefur alltaf fylgt mér. Ég bjóst aldrei við því að það yrði einn daginn atvinnan mín.“Ása er með yfir 130 þúsund fylgjendur á Instagram.Verkefnin eru margvísleg sem Ása tekur sér fyrir hendur og eins og fyrr segir hefur hún komið til 53 landa á ferli sínum. Okkur lá forvitni á að vita hvernig týpískur vinnudagur væri í lífi Ásu. „Dagarnir geta verið mjög langir og það er alltaf mikið að gera. Eðlilegur dagur á Íslandi er að vera einhverstaðar úti á landi, vakna við sólarupprás, ná bestu birtunni, ljósmynda og eyða svona kvöldinu í að vinna myndirnar. Svo er ég með ákveðna kúnna sem ég vinn fyrir og maður er allaf í samskiptum við þá.“ Ása hefur skapað sér stórt nafn á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur miðillinn opnað nýjar dyr fyrir Ásu og hefur hún unnið fyrir erlend fyrirtæki og það hefur gefið henni tækifæri til þess að ferðast víða um heiminn, fyrirtæki á borð við AUDI. Þegar Eva hitti hana var hún nýkomin heim úr þriggja mánaða vinnuferð. „Það var svona stærsta verkefnið hingað til. Í því ferðalagi fór ég bókstaflega í kringum hnöttinn.“Ása fer um allan heim.Samfélagsmiðlar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og ýmis tækifæri hafa skapast fyrir einstaklinga á miðlunum og á sama tíma er miðillinn gagnrýndur víða og einstaklingar efast um gildi hans. „Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir eru komnir til að vera, jafnvel þó að þeir fái stundum svolítið neikvæða umfjöllun og fólk viti ekki alveg hvort þetta sé af hinu góða eða ekki. Fyrirtæki sjá kost í því að geta náð til þúsundir manna.“ Fylgjendahópur Ásu er gríðarlega stór eða nærri 130 manns fylgja henni á Instagram og það er augljóst að myndir Ásu vekja mikinn áhuga erlendra aðila og meirihluti fylgjenda Ásu eru búsettir erlendis. Það má því segja að miðilinn hennar sé býsna góð landkynning fyrir Ísland. „fylgjendur mínir eru mikið til erlendis frá og ég held að margir á Íslandi viti ekki einu sinni af reikningi mínum sem mér finnst stundum bara ágætt. Ég held að þetta sé mjög góð landkynning og ég tek eftir því að myndir frá Íslandi ganga betur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira