Hluthöfum fækkað undanfarin ár Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Tæplega 23 þúsund hluthafar voru innan vébanda félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta árs en til samanburðar voru þeir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. Fréttablaðið/Anton Brink Hluthöfum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur fækkað um liðlega 15 prósent frá byrjun árs 2017 sé ekki tekið tillit til afskráningar Össurar haustið 2017 og nýskráninga Arion banka og Heimavalla á síðasta ári. Fjöldi hluthafa í félögunum var tæplega 23 þúsund í lok síðasta árs, samkvæmt samantekt Markaðarins, en til samanburðar voru hluthafarnir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. „Hér er verk að vinna. Það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, spurður um minni þátttöku almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir þróunina áhyggjuefni. Hugmyndin um almenningshlutafélag, með þúsundir smárra hluthafa, eins og þekktist á árum áður, sé kannski ekki dauð en hún sýni lítið lífsmark. Í hvítbók um framtíð fjármálakerfisins, sem kom út í lok síðasta árs, er íslenska hlutabréfamarkaðinum lýst sem „mjög vanburðugum“. Íslenskir lífeyrissjóðir hafi komið markaðinum aftur af stað eftir fall hans með góðri þátttöku í nýjum skráningum enda eigi þeir nú ríflega helming af skráðu markaðsvirði Kauphallarfélaga. „Því miður hafa fáir aðrir fylgt í kjölfarið. Almennir fjárfestar virðast hálfvegis forðast markaðinn,“ segir í hvítbókinni. Samantekt Markaðarins sem byggir á ársreikningum félaganna átján sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar leiðir í ljós að hluthöfum í félögunum fjölgaði um 31 prósent – úr um 17.500 í tæplega 23.000 – í fyrra en fjölgunin skýrist fyrst og fremst af skráningu Arion banka í júnímánuði. Voru hluthafar bankans um sex þúsund talsins í lok síðasta árs sem gerir hluthafahópinn þann fjölmennasta á meðal skráðra félaga.Sé hins vegar litið fram hjá skráningum Arion banka og íbúðaleigufélagsins Heimavalla, sem fór á hlutabréfamarkað í maí í fyrra, fækkaði hluthöfum í Kauphöllinni um sex prósent á árinu. Er það áframhald á þróun síðustu ára, allt frá árinu 2015, þegar fjöldi hluthafa var um 25 þúsund. Fækkunin frá árslokum 2015 nemur alls átta prósentum. Hluthöfum í Kauphöllinni fækkaði um meira en fjögur þúsund þegar hlutabréf Össurar voru tekin úr viðskiptum í nóvember árið 2017 en ef litið er fram hjá afskráningu stoðtækjaframleiðandans kemur engu að síður í ljós að verulega hefur fækkað í hópi hluthafa skráðra félaga síðustu ár. Þannig fækkaði hluthöfunum um alls þrjú þúsund talsins – um fimmtán prósent – frá ársbyrjun 2017 til loka síðasta árs sé hvorki tekið tillit til afskráningar Össurar né nýskráninga Arion banka og Heimavalla. Taka skal fram að við talningu á fjölda hluthafa eru sumir hluthafar margtaldir enda er algengt að fjárfestar eigi hlutabréf í fleiri en einu skráðu félagi.Fækkaði mest hjá Reitum Samkvæmt samantekt Markaðarins fækkaði hluthöfum í ellefu félögum á aðallista Kauphallarinnar í fyrra. Mesta fækkunin var í hluthafahópi Reita, um 501, en næstmesta fækkunin var á meðal hluthafa HB Granda sem rekja má til yfirtökutilboðs sem Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, gerði öðrum hluthöfum sjávarútvegsfélagsins á árinu. Fækkaði hluthöfum félagsins um 285. Þá fækkaði hluthöfum í Skeljungi, Festi, áður N1, og Eik fasteignafélagi um 200 til 300 á síðasta ári. Mesta fjölgunin, að Arion banka undanskildum, var í hluthafahópi Icelandair Group þar sem hluthöfum fjölgaði um 623. Voru þeir samanlagt ríflega þrjú þúsund talsins í lok síðasta árs. Þá fjölgaði hluthöfum í Marel um 285 á árinu og voru þeir nærri 2.500 í lok ársins. Búast má við því að það snarfjölgi í þeim hópi í kjölfar fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Euronext-markaðinn í Amsterdam en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hefur sagt að mikilvægt sé fyrir félagið að fá „alþjóðlegt leiksvið“ fyrir hlutabréf þess. Verðmyndun og flæði bréfa frá degi til dags verði mun virkara í alþjóðlegri kauphöll. Aðeins eitt skráð félag, Sýn, er með færri en 500 hluthafa innan sinna vébanda, nánar tiltekið 230 hluthafa í lok síðasta árs, en viðmiðunarkrafa Kauphallarinnar, samkvæmt reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga, er sú að hluthafar í félagi séu að lágmarki 500.Páll Harðarson, forstjóri KauphallarinnarViðmælandi Markaðarins bendir á að fjöldi fagfjárfesta á íslenska hlutabréfamarkaðinum hafi tekið litlum breytingum á síðustu árum og því megi leiða að því líkur að breytingar á fjölda hluthafa, eins og þær birtast í ársreikningum félaganna, endurspegli ágætlega fjölda og umfang almennra fjárfesta, til dæmis almennings. Upplýsingar sem Kauphöllin hefur birt sýna jafnframt fram á hve takmörkuð þátttaka almennings hefur verið á hlutabréfamarkaðinum. Þrátt fyrir að hafa aukist lítillega undanfarin misseri, í kjölfar hlutafjárútboðs Arion banka, er þátttakan enn sögulega lítil. Þannig hefur bein hlutabréfaeign heimila í skráðum félögum numið um fjórum til fimm prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni á síðustu árum en til samanburðar var hlutfallið á bilinu ellefu til sautján prósent á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.Dramatískari þróun hér Gylfi segir beint eignarhald almennings á hlutabréfum hafa verið mjög á undanhaldi, hér á landi sem og víðar. Það sé áhyggjuefni. „Þetta er þróun sem við höfum séð víðar,“ nefnir hann. „Almennt hefur eignarhald heimila á skráðum fyrirtækjum verið að færast í æ ríkari mæli í hendur einhvers konar sjóða eða sjóðastjórnunarfyrirtækja. Hluthöfum hefur þannig verið að fækka á meðan þeim sem eiga hlutabréf óbeint, í gegnum sjóði, hefur eitthvað fjölgað. Hér á landi hefur þessi þróun verið mun dramatískari en annars staðar,“ segir hann. Gylfi bendir á að á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar, meðal annars í kjölfar einkavæðingar, hafi hluthafar verið mjög margir, tugir þúsunda, í mörgum skráðum fyrirtækjum. Á árunum fyrir hrun hafi þeim hins vegar fækkað allverulega, meðal annars vegna afskráningar hlutabréfa og yfirtaka. „Síðan þegar megnið af hlutafélögum landsins varð verðlaust í hruninu snarfækkaði auðvitað hluthöfum. Þótt hlutabréfamarkaðurinn hafi að nokkru marki náð sér aftur á strik hafa þeir hins vegar ekki komið aftur. Venjulegir launþegar hafa ekkert látið sjá sig á markaðinum nema í gegnum lífeyrissjóðina,“ nefnir Gylfi. Sú eign, það er í gegnum lífeyrissjóðina, sé óbein og veiti meðal annars engan atkvæðisrétt í viðkomandi félögum. „Atkvæðisrétturinn liggur hjá forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna. Auðvitað gæta þeir hagsmuna sjóðsfélaga en sjóðsfélagar hafa ekkert með stjórnun félaganna að gera beint og virðast heldur ekki hafa mjög sterka tilfinningu fyrir því að þetta séu félög í þeirra eigu. Það er að mínu að mati ókostur,“ segir Gylfi. Auk þess sé áhyggjuefni hvaða áhrif þessi þróun hafi á verðmyndun á markaði. „Hún verður ekki mjög lífleg við þessar aðstæður. Það er lítið um viðskipti og fáir að sýna þessum félögum áhuga.“ Jafnframt geti það haft skaðleg áhrif á samkeppni þegar eignarhaldið er samþjappað og sömu fjárfestar eru eigendur að keppinautum á sama markaði. „Það er vandamál sem menn eru víða um heim að glíma við vegna þeirrar þróunar að eignarhald er meira að færast í sjóði. Þá er sama staða uppi þótt þar sé ekki endilega um lífeyrissjóði að ræða, heldur einhvers konar verðbréfasjóði og fleiri sem eiga stóran hlut í keppinautum.“ Hér á landi er einnig áhyggjuefni, að mati Gylfa, hve fá félög eru skráð á markað. „Það gæti hangið saman við lítinn áhuga á bréfunum að félögin eru ekki að sækjast eftir skráningu í ríkum mæli. Og það er auðvitað áhyggjuefni ef hlutabréfamarkaðurinn virkar ekki almennilega til þess að fyrirtæki geti sótt þangað fjármagn,“ nefnir Gylfi. Setið á hliðarlínunni Páll segir að það sé „óplægður akur“ að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaðinum. Mikil tækifæri séu þar fyrir hendi. „Við höfum séð það síðustu ár að almenningur hefur að þó nokkru leyti setið á hliðarlínunni. Ég held að það sé alveg klárt að ef við ætlum að byggja upp markað sem stenst samanburð við allt það besta á öðrum mörkuðum, þá þurfum við að stórauka þátttöku almennings. Þetta skiptir lítil fyrirtæki sérstaklega sköpum. Ef við berum til dæmis saman Nasdaq-markaðina á Norðurlöndunum og hér heima þá má segja að það vantar minnstu fyrirtækin inn á markaðinn hér. Þá er ég að tala um fyrirtæki sem eru mikið að leita inn á First North markaðinn erlendis þar sem einstaklingar eru mjög virkir. Hlutfallslega eru einstaklingar langvirkastir í viðskiptum með litlu félögin,“ nefnir Páll. Í nágrannaríkjunum hafi þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja. „Óneitanlega þyrftu fleiri að tengjast atvinnulífinu beint með þessum hætti. Það er bæði æskilegt fyrir fjárfestana sjálfa og síðan skiptir það líka máli fyrir fyrirtækin sem við viljum byggja hér upp og eru undirstaða að framtíðarvelmegun landsins að þau geti fengið þann stuðning sem þau þurfa hér á markaði. Við höfum verk að vinna,“ segir Páll. Hann nefnir að ýmsir ytri þættir skýri meðal annars minni þátttöku almennings. „Fyrstu árin eftir hrunið hafði fólk takmörkuð fjárráð. Síðan tekur auðvitað tíma að byggja upp traust og það verður að gerast hægt og bítandi. Það er eðli trausts. Til viðbótar hefur húsnæðismarkaðurinn tekið við sér,” tekur Páll fram. Horfi til skattaafsláttar Aðspurður um leiðir til þess að auka beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, svo sem að endurvekja skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa, segir Gylfi að sú aðferð hafi gefist ágætlega á sínum tíma. Slíkur afsláttur geti haft raunveruleg áhrif, jafnvel þótt um litlar fjárhæðir væri að ræða. „Síðan er einnig hægt að hugsa sér breytingar í lífeyriskerfinu, sérstaklega séreignarsparnaðarkerfinu, þannig að fólk geti átt eign í hlutabréfum eða skuldabréfum með beinum hætti í gegnum séreignarsparnaðinn, frekar en að eignarhaldið sé í gegnum sjóðinn. Slíkt fyrirkomulag myndi kannski ekki gerbreyta ástandinu en hugsanlega myndu einhverjir hafa áhuga á því að eiga beint í félögum í stað þess að eignarhaldið sé í gegnum sjóði,“ segir Gylfi. Páll tekur í svipaðan streng og segir forsvarsmenn Kauphallarinnar lengi hafa bent á að „gríðarlegir möguleikar“ séu fólgnir í því að innleiða aftur hóflegan skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Jafnframt sé Kauphöllin hlynnt tillögu sem fram komi í hvítbók um fjármálakerfið þess efnis að fólki verði í meira sjálfsvald sett hvað það geri við hinn frjálsa viðbótarlífeyrissparnað. „Hann er eðlisólíkur hefðbundna skyldulífeyrissparnaðinum,“ útskýrir Páll, „og er það í sjálfu sér mjög æskilegt að fjárfestar hafi aðrar leiðir til þess að koma honum í vinnu, ef svo má að orði komast, heldur en í gegnum nokkra lífeyrissjóði,“ nefnir hann og bendir á að um fjórir lífeyrissjóðir ráði yfir um þriðjungi af hlutabréfamarkaðinum sé miðað við markaðsvirði. „Þetta er ekki gagnrýni á sjóðina heldur er ég að benda á að við búum við kerfi sem í raun heldur aftur af fjárfestingum í atvinnulífinu,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hluthöfum félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar hefur fækkað um liðlega 15 prósent frá byrjun árs 2017 sé ekki tekið tillit til afskráningar Össurar haustið 2017 og nýskráninga Arion banka og Heimavalla á síðasta ári. Fjöldi hluthafa í félögunum var tæplega 23 þúsund í lok síðasta árs, samkvæmt samantekt Markaðarins, en til samanburðar voru hluthafarnir samanlagt 25 þúsund talsins í lok árs 2015. „Hér er verk að vinna. Það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, spurður um minni þátttöku almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir þróunina áhyggjuefni. Hugmyndin um almenningshlutafélag, með þúsundir smárra hluthafa, eins og þekktist á árum áður, sé kannski ekki dauð en hún sýni lítið lífsmark. Í hvítbók um framtíð fjármálakerfisins, sem kom út í lok síðasta árs, er íslenska hlutabréfamarkaðinum lýst sem „mjög vanburðugum“. Íslenskir lífeyrissjóðir hafi komið markaðinum aftur af stað eftir fall hans með góðri þátttöku í nýjum skráningum enda eigi þeir nú ríflega helming af skráðu markaðsvirði Kauphallarfélaga. „Því miður hafa fáir aðrir fylgt í kjölfarið. Almennir fjárfestar virðast hálfvegis forðast markaðinn,“ segir í hvítbókinni. Samantekt Markaðarins sem byggir á ársreikningum félaganna átján sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar leiðir í ljós að hluthöfum í félögunum fjölgaði um 31 prósent – úr um 17.500 í tæplega 23.000 – í fyrra en fjölgunin skýrist fyrst og fremst af skráningu Arion banka í júnímánuði. Voru hluthafar bankans um sex þúsund talsins í lok síðasta árs sem gerir hluthafahópinn þann fjölmennasta á meðal skráðra félaga.Sé hins vegar litið fram hjá skráningum Arion banka og íbúðaleigufélagsins Heimavalla, sem fór á hlutabréfamarkað í maí í fyrra, fækkaði hluthöfum í Kauphöllinni um sex prósent á árinu. Er það áframhald á þróun síðustu ára, allt frá árinu 2015, þegar fjöldi hluthafa var um 25 þúsund. Fækkunin frá árslokum 2015 nemur alls átta prósentum. Hluthöfum í Kauphöllinni fækkaði um meira en fjögur þúsund þegar hlutabréf Össurar voru tekin úr viðskiptum í nóvember árið 2017 en ef litið er fram hjá afskráningu stoðtækjaframleiðandans kemur engu að síður í ljós að verulega hefur fækkað í hópi hluthafa skráðra félaga síðustu ár. Þannig fækkaði hluthöfunum um alls þrjú þúsund talsins – um fimmtán prósent – frá ársbyrjun 2017 til loka síðasta árs sé hvorki tekið tillit til afskráningar Össurar né nýskráninga Arion banka og Heimavalla. Taka skal fram að við talningu á fjölda hluthafa eru sumir hluthafar margtaldir enda er algengt að fjárfestar eigi hlutabréf í fleiri en einu skráðu félagi.Fækkaði mest hjá Reitum Samkvæmt samantekt Markaðarins fækkaði hluthöfum í ellefu félögum á aðallista Kauphallarinnar í fyrra. Mesta fækkunin var í hluthafahópi Reita, um 501, en næstmesta fækkunin var á meðal hluthafa HB Granda sem rekja má til yfirtökutilboðs sem Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, gerði öðrum hluthöfum sjávarútvegsfélagsins á árinu. Fækkaði hluthöfum félagsins um 285. Þá fækkaði hluthöfum í Skeljungi, Festi, áður N1, og Eik fasteignafélagi um 200 til 300 á síðasta ári. Mesta fjölgunin, að Arion banka undanskildum, var í hluthafahópi Icelandair Group þar sem hluthöfum fjölgaði um 623. Voru þeir samanlagt ríflega þrjú þúsund talsins í lok síðasta árs. Þá fjölgaði hluthöfum í Marel um 285 á árinu og voru þeir nærri 2.500 í lok ársins. Búast má við því að það snarfjölgi í þeim hópi í kjölfar fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Euronext-markaðinn í Amsterdam en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hefur sagt að mikilvægt sé fyrir félagið að fá „alþjóðlegt leiksvið“ fyrir hlutabréf þess. Verðmyndun og flæði bréfa frá degi til dags verði mun virkara í alþjóðlegri kauphöll. Aðeins eitt skráð félag, Sýn, er með færri en 500 hluthafa innan sinna vébanda, nánar tiltekið 230 hluthafa í lok síðasta árs, en viðmiðunarkrafa Kauphallarinnar, samkvæmt reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga, er sú að hluthafar í félagi séu að lágmarki 500.Páll Harðarson, forstjóri KauphallarinnarViðmælandi Markaðarins bendir á að fjöldi fagfjárfesta á íslenska hlutabréfamarkaðinum hafi tekið litlum breytingum á síðustu árum og því megi leiða að því líkur að breytingar á fjölda hluthafa, eins og þær birtast í ársreikningum félaganna, endurspegli ágætlega fjölda og umfang almennra fjárfesta, til dæmis almennings. Upplýsingar sem Kauphöllin hefur birt sýna jafnframt fram á hve takmörkuð þátttaka almennings hefur verið á hlutabréfamarkaðinum. Þrátt fyrir að hafa aukist lítillega undanfarin misseri, í kjölfar hlutafjárútboðs Arion banka, er þátttakan enn sögulega lítil. Þannig hefur bein hlutabréfaeign heimila í skráðum félögum numið um fjórum til fimm prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni á síðustu árum en til samanburðar var hlutfallið á bilinu ellefu til sautján prósent á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.Dramatískari þróun hér Gylfi segir beint eignarhald almennings á hlutabréfum hafa verið mjög á undanhaldi, hér á landi sem og víðar. Það sé áhyggjuefni. „Þetta er þróun sem við höfum séð víðar,“ nefnir hann. „Almennt hefur eignarhald heimila á skráðum fyrirtækjum verið að færast í æ ríkari mæli í hendur einhvers konar sjóða eða sjóðastjórnunarfyrirtækja. Hluthöfum hefur þannig verið að fækka á meðan þeim sem eiga hlutabréf óbeint, í gegnum sjóði, hefur eitthvað fjölgað. Hér á landi hefur þessi þróun verið mun dramatískari en annars staðar,“ segir hann. Gylfi bendir á að á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar, meðal annars í kjölfar einkavæðingar, hafi hluthafar verið mjög margir, tugir þúsunda, í mörgum skráðum fyrirtækjum. Á árunum fyrir hrun hafi þeim hins vegar fækkað allverulega, meðal annars vegna afskráningar hlutabréfa og yfirtaka. „Síðan þegar megnið af hlutafélögum landsins varð verðlaust í hruninu snarfækkaði auðvitað hluthöfum. Þótt hlutabréfamarkaðurinn hafi að nokkru marki náð sér aftur á strik hafa þeir hins vegar ekki komið aftur. Venjulegir launþegar hafa ekkert látið sjá sig á markaðinum nema í gegnum lífeyrissjóðina,“ nefnir Gylfi. Sú eign, það er í gegnum lífeyrissjóðina, sé óbein og veiti meðal annars engan atkvæðisrétt í viðkomandi félögum. „Atkvæðisrétturinn liggur hjá forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna. Auðvitað gæta þeir hagsmuna sjóðsfélaga en sjóðsfélagar hafa ekkert með stjórnun félaganna að gera beint og virðast heldur ekki hafa mjög sterka tilfinningu fyrir því að þetta séu félög í þeirra eigu. Það er að mínu að mati ókostur,“ segir Gylfi. Auk þess sé áhyggjuefni hvaða áhrif þessi þróun hafi á verðmyndun á markaði. „Hún verður ekki mjög lífleg við þessar aðstæður. Það er lítið um viðskipti og fáir að sýna þessum félögum áhuga.“ Jafnframt geti það haft skaðleg áhrif á samkeppni þegar eignarhaldið er samþjappað og sömu fjárfestar eru eigendur að keppinautum á sama markaði. „Það er vandamál sem menn eru víða um heim að glíma við vegna þeirrar þróunar að eignarhald er meira að færast í sjóði. Þá er sama staða uppi þótt þar sé ekki endilega um lífeyrissjóði að ræða, heldur einhvers konar verðbréfasjóði og fleiri sem eiga stóran hlut í keppinautum.“ Hér á landi er einnig áhyggjuefni, að mati Gylfa, hve fá félög eru skráð á markað. „Það gæti hangið saman við lítinn áhuga á bréfunum að félögin eru ekki að sækjast eftir skráningu í ríkum mæli. Og það er auðvitað áhyggjuefni ef hlutabréfamarkaðurinn virkar ekki almennilega til þess að fyrirtæki geti sótt þangað fjármagn,“ nefnir Gylfi. Setið á hliðarlínunni Páll segir að það sé „óplægður akur“ að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaðinum. Mikil tækifæri séu þar fyrir hendi. „Við höfum séð það síðustu ár að almenningur hefur að þó nokkru leyti setið á hliðarlínunni. Ég held að það sé alveg klárt að ef við ætlum að byggja upp markað sem stenst samanburð við allt það besta á öðrum mörkuðum, þá þurfum við að stórauka þátttöku almennings. Þetta skiptir lítil fyrirtæki sérstaklega sköpum. Ef við berum til dæmis saman Nasdaq-markaðina á Norðurlöndunum og hér heima þá má segja að það vantar minnstu fyrirtækin inn á markaðinn hér. Þá er ég að tala um fyrirtæki sem eru mikið að leita inn á First North markaðinn erlendis þar sem einstaklingar eru mjög virkir. Hlutfallslega eru einstaklingar langvirkastir í viðskiptum með litlu félögin,“ nefnir Páll. Í nágrannaríkjunum hafi þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja. „Óneitanlega þyrftu fleiri að tengjast atvinnulífinu beint með þessum hætti. Það er bæði æskilegt fyrir fjárfestana sjálfa og síðan skiptir það líka máli fyrir fyrirtækin sem við viljum byggja hér upp og eru undirstaða að framtíðarvelmegun landsins að þau geti fengið þann stuðning sem þau þurfa hér á markaði. Við höfum verk að vinna,“ segir Páll. Hann nefnir að ýmsir ytri þættir skýri meðal annars minni þátttöku almennings. „Fyrstu árin eftir hrunið hafði fólk takmörkuð fjárráð. Síðan tekur auðvitað tíma að byggja upp traust og það verður að gerast hægt og bítandi. Það er eðli trausts. Til viðbótar hefur húsnæðismarkaðurinn tekið við sér,” tekur Páll fram. Horfi til skattaafsláttar Aðspurður um leiðir til þess að auka beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, svo sem að endurvekja skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa, segir Gylfi að sú aðferð hafi gefist ágætlega á sínum tíma. Slíkur afsláttur geti haft raunveruleg áhrif, jafnvel þótt um litlar fjárhæðir væri að ræða. „Síðan er einnig hægt að hugsa sér breytingar í lífeyriskerfinu, sérstaklega séreignarsparnaðarkerfinu, þannig að fólk geti átt eign í hlutabréfum eða skuldabréfum með beinum hætti í gegnum séreignarsparnaðinn, frekar en að eignarhaldið sé í gegnum sjóðinn. Slíkt fyrirkomulag myndi kannski ekki gerbreyta ástandinu en hugsanlega myndu einhverjir hafa áhuga á því að eiga beint í félögum í stað þess að eignarhaldið sé í gegnum sjóði,“ segir Gylfi. Páll tekur í svipaðan streng og segir forsvarsmenn Kauphallarinnar lengi hafa bent á að „gríðarlegir möguleikar“ séu fólgnir í því að innleiða aftur hóflegan skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Jafnframt sé Kauphöllin hlynnt tillögu sem fram komi í hvítbók um fjármálakerfið þess efnis að fólki verði í meira sjálfsvald sett hvað það geri við hinn frjálsa viðbótarlífeyrissparnað. „Hann er eðlisólíkur hefðbundna skyldulífeyrissparnaðinum,“ útskýrir Páll, „og er það í sjálfu sér mjög æskilegt að fjárfestar hafi aðrar leiðir til þess að koma honum í vinnu, ef svo má að orði komast, heldur en í gegnum nokkra lífeyrissjóði,“ nefnir hann og bendir á að um fjórir lífeyrissjóðir ráði yfir um þriðjungi af hlutabréfamarkaðinum sé miðað við markaðsvirði. „Þetta er ekki gagnrýni á sjóðina heldur er ég að benda á að við búum við kerfi sem í raun heldur aftur af fjárfestingum í atvinnulífinu,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira