Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2019 22:15 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt. Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt.
Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira