Rólegur dagur eftir sprengjuregn í nótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2019 20:00 Ísraelskir hermenn aðhafast nærri landamærum Gaza. EPA/Atef Safadi Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10