Litlu strákarnir okkar tryggðu sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:50 Strákarnir gerðu mjög flotta hluti í Þýskalandi. Mynd/KSÍ Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja íslenska sautján ára landsliðsins í dag þegar drengjalandsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í sumar. Íslenska liðið vann 4-1 sigur á Hvíta-Rússlandi og Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum. Seinni tvö mörkin gerðu þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson. Fyrra markið skoraði Ísak Bergmann eftir stoðsendingu frá Danijel Dejan Djuric á 13. mínútu en seinna markið hans Ísaks kom á 49. mínútu eftir stoðsendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Andri Lucas Guðjohnsen, skoraði þrennu í jafntefli á móti Þýskalandi, og hann nánast innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 73. mínútu. Íslenska liðið spilaði manni fleiri síðustu átján mínútur leiksins. Fjórða markið skoraði Andri Fannar Baldursson úr vítaspyrnu á 86. mínútu en Andri Lucas Guðjohnsen fiskaði vítið. Hvít-Rússar minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Ísak Bergmann Jóhannesson er Skagamaður sem er nýkominn til sænska félagsins Norrköping en hann er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Áður höfðu strákarnir gert 3-3 jafntefli við Þýskaland og unnið 2-1 sigur á Slóveníu. Íslenska liðið náði því í sjö stig af níu mögulegum í milliriðlinum og vann þar með riðilinn. Efsta liðið komst beint inn á EM en Þjóðverjar urðu í öðru sæti þrátt fyrir að vera á heimavelli. Sjö af átta liðum í öðru sæti fá líka farseðil á EM. Þjálfari íslenska liðsins er Davíð Snorri Jónasson og aðstoðarmenn eru Þorvaldur Örlygsson og Fjalar Þorgeirsson. Úrslitakeppnin fer fram á Írlandi frá 3. til 19. maí í voru. Sextán liðum verður þá skipt niður í fjóra riðla. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland á lið í úrslitakeppni EM fyrir landslið 17 ára og yngri en síðast var Ísland með í lokakeppninni sumarið 2012.Lið Íslands í leiknum í dag: Ólafur Kristófer Helgason (markvörður) Róbert Orri Þorkelsson (86., Ólafur Guðmundsson) Oliver Stefánsson (fyrirliði) Jón Gísli Eyland Gíslason Valgeir Valgeirsson Ísak Bergmann Jóhannesson (87., Elmar Þór Jónsson) Andri Lucas Guðjohnsen (87., Eyþór Aron Wöhler) Davíð Snær Jóhannsson (80., Hákon Arnar Haraldsson) Andri Fannar Baldursson Orri Hrafn Kjartansson Danijel Dejan Djuric (67., Mikael Egill Ellertsson)Ónotaðir varamenn: Baldur Hannes Stefánsson Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja íslenska sautján ára landsliðsins í dag þegar drengjalandsliðið okkar tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í sumar. Íslenska liðið vann 4-1 sigur á Hvíta-Rússlandi og Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum. Seinni tvö mörkin gerðu þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson. Fyrra markið skoraði Ísak Bergmann eftir stoðsendingu frá Danijel Dejan Djuric á 13. mínútu en seinna markið hans Ísaks kom á 49. mínútu eftir stoðsendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Andri Lucas Guðjohnsen, skoraði þrennu í jafntefli á móti Þýskalandi, og hann nánast innsiglaði sigurinn með þriðja markinu á 73. mínútu. Íslenska liðið spilaði manni fleiri síðustu átján mínútur leiksins. Fjórða markið skoraði Andri Fannar Baldursson úr vítaspyrnu á 86. mínútu en Andri Lucas Guðjohnsen fiskaði vítið. Hvít-Rússar minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Ísak Bergmann Jóhannesson er Skagamaður sem er nýkominn til sænska félagsins Norrköping en hann er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar, þjálfara meistaraflokks ÍA. Áður höfðu strákarnir gert 3-3 jafntefli við Þýskaland og unnið 2-1 sigur á Slóveníu. Íslenska liðið náði því í sjö stig af níu mögulegum í milliriðlinum og vann þar með riðilinn. Efsta liðið komst beint inn á EM en Þjóðverjar urðu í öðru sæti þrátt fyrir að vera á heimavelli. Sjö af átta liðum í öðru sæti fá líka farseðil á EM. Þjálfari íslenska liðsins er Davíð Snorri Jónasson og aðstoðarmenn eru Þorvaldur Örlygsson og Fjalar Þorgeirsson. Úrslitakeppnin fer fram á Írlandi frá 3. til 19. maí í voru. Sextán liðum verður þá skipt niður í fjóra riðla. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland á lið í úrslitakeppni EM fyrir landslið 17 ára og yngri en síðast var Ísland með í lokakeppninni sumarið 2012.Lið Íslands í leiknum í dag: Ólafur Kristófer Helgason (markvörður) Róbert Orri Þorkelsson (86., Ólafur Guðmundsson) Oliver Stefánsson (fyrirliði) Jón Gísli Eyland Gíslason Valgeir Valgeirsson Ísak Bergmann Jóhannesson (87., Elmar Þór Jónsson) Andri Lucas Guðjohnsen (87., Eyþór Aron Wöhler) Davíð Snær Jóhannsson (80., Hákon Arnar Haraldsson) Andri Fannar Baldursson Orri Hrafn Kjartansson Danijel Dejan Djuric (67., Mikael Egill Ellertsson)Ónotaðir varamenn: Baldur Hannes Stefánsson Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Sjáðu sautján ára strákana fagna EM-sætinu og frábærri afmælisgjöf til KSÍ Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu gaf Knattspyrnusambandi Íslands flotta afmælisgjöf í dag þegar strákarnir tryggðu sig inn í lokakeppni EM í maí. 26. mars 2019 13:32