Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 11:47 Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Vísir/Vilhelm Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15
Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45
Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15