Biskup Íslands fundar með múslimum í moskunni í Skógarhlíð Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2019 11:38 Karim Askari er ákaflega ánægður með að Agnes biskup hafi komið í moskuna til fundar. visir/vilhelm „Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm
Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira