Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 10:34 Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Vísir/vilhelm Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram á vefsvæði hreyfingarinnar. Hreyfingunni Tabú var boðið á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis í dag til að ræða þrengingu ákvæðis um hatursorðræðu. „Í ljósi þeirrar staðreyndar að einn nefndarmanna er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn gerenda í Klaustursmálinu, fór Tabú fram á að hún viki af fundinum þegar fulltrúar okkar kæmu fyrir nefndina. Var það gert vegna þess að Anna Kolbrún varð uppvís að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum, sagði ekki af sér í kjölfarið og tók þátt í að kalla Báru Halldórsdóttur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Páll Magnússon, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir í svari til hreyfingarinnar að fastanefndir Alþingis séu þingkjörnar og að hvorki nefndirnar né formenn þeirra hafi með það að gera hverjir þar sitji. „Við þetta getur Tabú ekki unað. Hér kemur í ljós hversu alvarlegt það er að Alþingi hafi ekki axlað ábyrgð með afdráttarlausum hætti í Klaustursmálinu og að Klaustursþingmenn hafi ekki sagt af sér þingmennsku. Ekki er hægt að ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendur við þessar aðstæður.“Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem þrengir gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri.Vísir/VilhelmVill þrengja gildissvið laga um bann við hatursáróðri Frumvarp Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra snýst um að þrengja gildissvið 233. gr. a. almennra hegningarlaga um bann við hatursáróðri. Lagt er til að við greinina bætist málsgreinin „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“ en viðbótarmálsgreinin myndi gera fólki erfiðara um vik að ná fram sakfellingu í málum sem lúta að hatursáróðri. Í greinargerð með stjórnarfrumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé viðbragð við tveimur dómum sem féllu í Hæstarétti íslands árið 2017 þar sem sakfellt var fyrir brot gegn ákvæðinu og var þar vísað til mála sem voru höfðuð vegna ummæla fólks sem lét í ljós reiði sína yfir ákvörðun bæjarstjórnar í Hafnarfirði að ýta úr vör hinseginfræðslu í grunnsjólum bæjarins.Embla Guðrúnar Ágústsdóttir er talskona Tabú.vísir/skjáskotGera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið Tabú, fötlunarhreyfingin, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og segir það fara gegn öllum ábendingum sem koma fram í skýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands frá árinu 2013. Í umsögn þeirra kemur fram að hreyfingin telji að lýðræðisumbætur séu nauðsynlegar á Íslandi og sérstaklega styrking tjáningarfrelsis. „Eðli hatursorðræðu er það að þeir sem verða fyrir henni eru beittir þöggun. Þannig skerðir hatursorðræða tjáningarfrelsi og tilverurétt jaðarhópa. Ef taka á afstöðu með tjáningarfrelsinu þá er afstaða tekin gegn frumvarpinu.“ Hópurinn bendir jafnframt á að hatursorðræða grasseri á samfélagsmiðlum. „Útópískar hugmyndir um tjáningarfrelsi hafa átt fylgi að fagna hjá hægri-öfga hreyfingum í Bretlandi og í fleiri löndum Evrópu. Í Bandaríkjunum er mikil umræða um áhrif orðræðu forsetans og þátt hennar í auknu ofbeldi og hatursglæpum gegn jaðarhópum.“ Það er mat hreyfingarinnar að frumvarpið gangi nærri jaðarsettum einstaklingum, frelsi þeirra, tjáningu, tilverurétti, öryggi og friðhelgi einkalífs.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30 Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg svo að lögin eigi við þau. 10. febrúar 2019 12:30
Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag. 23. febrúar 2019 17:46