Innlent

Áfram fundað í Karphúsinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum hjá ríkissáttasemjara í morgun.
Frá fundinum hjá ríkissáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm
Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. Samkvæmt dagskrá á vef sáttasemjara er áætlað að fundurinn standi til klukkan 17 í dag.

Einnig var fundað í Karphúsinu í gær og hófst sá fundur einnig klukkan 10. Hann átti að standa til klukkan 16 samkvæmt dagskrá en var slitið klukkan 13:30 vegna óvissunnar sem er uppi um stöðu WOW air.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að óráðin örlög flugfélagsins gætu vissulega haft áhrif á kjaraviðræðurnar. Þau breyttu samt ekki þeirri stöðu sem félagsmenn VR væru í, það er kröfunni um að fólk geti lifað með mannlegri reisn á dagvinnulaunum.


Tengdar fréttir

Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air

Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×