Erlent

Eist­neskir hægri popúlistar hóta því að efna til götu­ó­eirða

Atli Ísleifsson skrifar
Þingkosningar fóru fram í Eistlandi þann 3. mars síðastliðinn.
Þingkosningar fóru fram í Eistlandi þann 3. mars síðastliðinn. EPA
Hægri popúlistar í Eistlandi hafa hótað því að efna til götuóeirða verði komið í veg fyrir stjórnarmyndunarviðræður þeirra og Miðflokksins, sem hefur verið við völd síðustu fjögur árin.

Hinn frjálslyndi Umbótaflokkur hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru 3. mars síðastliðinn. Fljótlega var tilkynnt að flokkurinn vildi kanna möguleikann á stjórn með Miðflokknum, þar sem Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, yrði forsætisráðherra landsins, fyrst kvenna.

Miðflokkurinn hafnaði hins vegar slíkri stjórn og hóf þess í stað stjórnarmyndunarviðræður með íhaldsflokkinn Föðurlandið og popúlistaflokkinn og þjóðernisflokkinn Ekre.

Mart Helme, formaður Ekre, hefur nú hótað því að stuðningsmenn flokksins muni standa fyrir óeirðum á götum landsins, standi „hið djúpa ríki, fjölmiðlar og Umbótaflokkurinn“ í vegi fyrir viðræðunum.

„Það eru um 300 þúsund manns sem eru fátækir og búa við fátæktarmörk í Eistlandi sem hata Umbótaflokkinn,“ segir Helme. „Verði barátta okkar gerð að engu og við köstum eldspýtunni í púðurtunnuna verður sprenging, “ segir hann.

Alls eiga 101 þingmaður sæti á eistneska þinginu, en Umbótaflokkurinn fékk 34 þingsæti, Miðflokkurinn 26, Ekre nítján, Föðurlandið tólf og Jafnaðarmenn tíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×