Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2019 20:45 Signý Gunnarsdóttir, silkibóndi í Grundarfirði, með silkiormaegg. Silkiþræðir á borðinu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Sjá meira
Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. Það er þó ekki silkiþráður sem hún sækist eftir með því að ala silkiorma, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Nýjustu búgreinina í flóru íslensks landbúnaðar finnum við í Grundarfirði, og vafalaust myndi margan klígja bara við tilhugsunina að umgangast svona iðandi ormamergð.Silkilirfur í eldi í Grundarfirði.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.En þetta eru engir venjulegir ormar. Þetta eru silkiormar, sem Signý Gunnarsdóttir elur, en í gegnum nám sitt í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fékk hún þá hugdettu að rækta silki. „Hör var ræktaður á Íslandi lengi vel. Hampur, það er hægt að rækta hann á Íslandi, en það er ekki gert. Við flytjum náttúrulega allt inn,“ segir Signý.Silkifiðrildi á Snæfellsnesi.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Og mér finnst bara sniðugt að við reynum að búa til einhver hráefni hér á Íslandi.“ -Og hérna ertu með íslenskt silki. „Já, þetta er alvöru silki, náttúrulega.“ Hún fékk leyfi til að flytja inn egg, þau ganga síðan í gegnum lífsstigin fjögur á nokkrum vikum, breytast í lirfu, púpu og loks fiðrildi. En er einhver glóra í því að gera þetta á Íslandi? „Já, út af því að ég er ekki bara að rækta silki og silkiorma bara útaf þræðinum og til þess að nota hann í textíl. Ég er að hugsa þetta út frá nýsköpun,“ svarar hún. Silkormarnir gefa nefnilega líka af sér verðmæt prótein og þeim er Signý að sækjast eftir; sericin og fibroin.Silkiormarnir gefa ekki aðeins af sér silki heldur einnig verðmæt prótein.Mynd/Signý Gunnarsdóttir.„Fibroin-einingin er notuð í líftækni og sericin-próteinið er hægt að nota í húðvörur, lyfjagerð. Þannig að það er svona vinkillinn sem ég er að horfa til með þessari silkiframleiðslu. Þannig að ég er ekki á leiðinni í samkeppni við Kína með að framleiða venjulegt hvítt silki,“ segir Signý. Nánar er rætt við silkibóndann í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem fjallar um mannlíf í Grundarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Landbúnaður Lyf Nýsköpun Um land allt Tengdar fréttir Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Sjá meira
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45