Katrín um WOW air: Gjaldþrot yrði högg þótt staða hagkerfisins sé góð Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, segir stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af stöðu WOW air. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45