Nú stendur yfir fundur samninganefndar Starfsgreinasambandsins og aðgerðahóps félagsins er varðar mögulegar verkfallsaðgerðir SGS.
Aðgerðahópur SGS vann að því alla síðustu viku að leggja drög að verkfallsaðgerðum sem nær til um 20.000 félagsmanna sem staðsettir eru víða um land. Á fundinum sem nú stendur yfir kynnir aðgerðahópurinn tillögur sínar.
Fari það svo að samninganefnd samþykki aðgerðirnar þurfa formenn 16 félaga sambandsins, sem eru í samfloti í kjaraviðræðum, að leggja tillögurnar fyrir sitt félag.
Verði tillögurnar samþykktar hjá félagsmönnum gæti komið til verkfallsaðgerða í lok apríl.
Fréttastofa náði tali af Flosa Eiríkssyni, framkvæmdastjóra SGS, þegar hann var á leiðinni á fundinn. Það síðan skýrast að loknum fundi hvort samninganefnd félagsins samþykkir aðgerðirnar og beri þær undir félagsmenn.
Leggja tillögurnar fyrir samninganefnd SGS
Tengdar fréttir
SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins.
Leggja drög að verkfallsaðgerðum 20.000 félagsmanna í dag
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir að það kæmi honum ekki á óvart ef félagsmenn myndu samþykkja allsherjarverkföll.
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit
Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir.