Týnda stúlkan Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum týndist þriggja ára stúlka í Vaglaskógi. Hún sá lítinn fugl sem hún elti niður brekku og komst ekki upp aftur. Hún horfði á eftir foreldrum sínum hverfa úr sjónmáli. Síðar staðnæmdist blár Volvó efst í brekkunni, maður skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hún væri týnd. Þessi sama stúlka var fyrir skömmu á göngutúr á ókunnum stað þegar hún fann þyngsli magnast í hjartastað. Í hvert skipti sem eiginmaður hennar hvarf handan við horn fannst henni eins og hann væri að yfirgefa hana. Aðskilnaður er ein versta tilfinning sem maðurinn upplifir. Samkvæmt Holmes-Rahe skalanum eru átta af ellefu mest streituvaldandi aðstæðum tengd aðskilnaði. Naomi Eisenberger hefur rannsakað heila þeirra sem upplifa aðskilnað. Þegar fólk er skilið útundan eykst virkni á svæðum í heilanum þar sem við upplifum líkamlegan sársauka. Eftir því sem virknin er meiri, því meiri er þjáningin. En það er hægt að minnka þjáninguna með því að senda taugaboð frá framheilanum þar sem rökhugsunin hefur aðsetur. Eftir síðasta atvik (sem er eitt af mörgum) lagðist ég undir feld til að reyna að skilja þessi ofurýktu viðbrögð – því ég var með vinkonu mína mér við hlið og henni leið ekkert illa yfir því að maðurinn hennar arkaði á undan. Allt í einu lá þetta ljóst fyrir mér. Litla stúlkan í skóginum var enn hrædd um að verða skilin eftir. Ég held að við höfum öll sögu á bak við eigin tilfinningar og getum notað innsæi til að skilja þær – og hjálpað öðrum að skilja okkur. Nú veit ég að þegar ég finn mig aftur í sömu sporum þá getur hin fullorðna ég hughreyst þessa stuttu um að hún verði ekki skilin eftir, að hún sé ekki lengur týnd.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar