Rarik þvingar Mýrdal í verkfall Einar Freyr Elínarson skrifar 23. mars 2019 17:07 Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun