Ástralir undirbúa sig undir tvo fellibylji á sama tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2019 10:52 Gervihnattamynd sem sýnir fellibylinn Trevor nálgast Queensland í norður Ástralíu. Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco. Ástralía Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tveir fellibyljir, Trevor og Veronica, muni valda miklu tjóni á norður- og norðvesturströnd Ástralíu á næstu dögum. Þetta er í annað sinn síðan mælingar hófust sem tveir fellibyljir skella á landinu á sama tíma. Þúsundir Ástrala hafa yfirgefið heimili sín vegna byljanna tveggja. Fellibylurinn Trevor skall á norðurströnd landsins í morgun. Við komu til landsins var Trevor skilgreindir sem stormur í fjórða flokki. Honum fylgdi hellidemba og vindar sem náðu allt upp í 250 kílómetra hraða á klukkustund, eða um 70 metrum á sekúndu. Stuttu eftir landtöku var Trevor færður niður í þriðja flokks storm en yfirvöld hafa ítrekað að enn geti stafað mikil hætta af honum, þar sem mikil flóð gætu fylgt honum. Talið er að regnið sem fylgir bylnum jafngildi því sem alla jafna rignir á einu ári í Ástralíu. Fólk sem býr á þeim slóðum sem gert er ráð fyrir að Trevor fari yfir hefur verið flutt á öruggan stað og býr nú í tjaldbúðum í bæjunum Darwin og Katherine.Veronica skellur á seinna um helgina Gert er ráð fyrir að hinn fellibylurinn, Veronica, taki land á norðvesturströnd Ástralíu seint í dag eða snemma á morgun. Búist er við að bylurinn komi til með að hafa snarpar vindhviður í för með sér og sérfræðingar óttast að veðurofsinn muni hafa „alvarleg áhrif.“Severe Tropical Cyclone Veronica remains a Category 4 system and is slowly tracking towards the coast. A severe impact for the Pilbara coast is likely from later Saturday afternoon and on Sunday. #CycloneVeronicahttps://t.co/B1MVXBYXhhpic.twitter.com/m0P0zaEV2B — Bureau of Meteorology, Western Australia (@BOM_WA) March 22, 2019 Á námubænum Port Headland, þar sem talið er að Veronica muni fara fyrst yfir, eru hillur stórmarkaða tómar þar sem íbúar hafa hamstrað mat til að undirbúa sig undir inniveru næstu dagana. Camilo Blanco, bæjarstjóri bæjarins hefur þegar varað íbúa við „þessum hrikalega veðuratburði“ og hafa margir brugðið á það ráð að stafla sandpokum upp fyrir utan heimili sín til að verja þau. „Bindið niður eigur ykkar í garðinum, farið í næsta hús og athugið hvort nágrannar ykkar séu undirbúnir,“ er haft eftir Blanco.
Ástralía Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira