Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 10:46 Michael Jackson með drengjunum James Safechuck (til vinstri) og Wade Robson (til hægri). HBO Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. Heimildarmyndin Leaving Neverland var frumsýnd á HBO á dögunum og þar rekja Robson og Safechuck brot Jackson í miklum smáatriðum, líkt og fjallað var um á Vísi. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjölfarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Tekur sem dæmi að þeir hafi báðir gifst og eignast börnÍ helgarviðtali við breska blaðið The Times var Streisand, sem þekkti Jackson, spurð út í málið. Var hún meðal annars beðin um að lýsa Jackson.Hér sést Barbra Streisand við hlið Michael Jackson árið 1986.Getty/Bettmann„Hann var mjög indæll, mjög barnslegur,“ svaraði Streisand sem hafnaði boði hans um að syngja með honum lagið I Just Can't Stop Loving You á sínum tíma. Í viðtalinu tekur blaðamaðurinn fram að Streisand virðist sýna Jackson óvænta samúð. „Kynferðislegar þarfir hans voru kynferðislegar þarfir hans, þær koma líklega frá barnæsku hans eða DNA-inu hans. Það er hægt að nota orðið „misnotkun“ en þessi börn, eins og við heyrðum þau segja, elskuðu að vera þarna. Þeir giftust báðir og eignuðust börn þannig að þetta drap þá ekki,“ sagði Streisand í viðtalinu. Var hún einnig spurð að því hvort hún finndi fyrir reiði í garð Jackson. „Þetta er samblanda af tilfinningum. Ég er leið fyrir hönd barnanna, ég er leið fyrir hönd hans. Ætli ég kenni ekki foreldrum þeirra sem leyfðu börnunum að sofa heima hjá honum. Af hverju ætli Michael hafi haft þörf fyrir að klæða börnin upp eins og hann, í skónum og dansandi með hatta?“ spurði Streisand. Þrátt fyrir að sögusagnir og ásakanir um kynferðislegt ofbeldi Jackson í garð barna hafi áður komið fram hafa ítarlegar lýsingar Robson og Safechuk vakið óhug. Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa til ð mynda bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Þá hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að hlusta á tónlist Jackson, sem er fyrir löngu orðin goðsagnakennd.
Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26