Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekkert mikið 22. mars 2019 22:07 Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld. vísir/bára „Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Dominos-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekkert mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“
Dominos-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira