Þarmasýkingin Kólera hefur greinst í Afríkuríkinu Mósambík í kjölfar fellibylsins Idai sem fór yfir landið í síðustu viku. BBC greinir frá.
Rauði krossinn hefur varað við aukinni hættu á skæðum smitsjúkdómum í landinu eftir flóðið sem fylgdi ofsaveðrinu en nú þegar hefur greinst aukning á Malaríu.
Stormurinn og flóð í kjölfarið hafa kostað 557 manns lífið í Mósambík, Simbabve og Malaví og er búist við því að tala látinna muni hækka. Talið er að veðrið hafi haft áhrif á líf um 1.7 milljóna, rafmagnsleysi, flóð og eyðilegging er víða.
Henrietta Fore, aðalritari UNICEF, sem stödd er í Mósambík sagði hreinlæti og drykkjarhæft vatn væru aðalatriði fyrir hjálparstarf í landinu.
„Tíminn er naumur, vatnið er fúlt og rennur ekki, lík eru að rotna og það er skortur á hreinlæti“ sagði Fore við AFP.
Kólera dreifist til að mynda með vatni og getur valdið snöggum dauða, af sökum ofþornunar, við ákveðnar aðstæður.
Svíþjóð
Ísland