Innlent

Fundað hjá ríkissáttasemjara á mánudag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi í Karphúsinu í gær áður en fjölmiðlabann var sett á.
Frá fundi í Karphúsinu í gær áður en fjölmiðlabann var sett á. vísir/vilhelm
Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara hefur sáttasemjari verið í sambandi við deiluaðila í dag og er niðurstaðan úr því samtali að funda eftir helgi.

Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann í gær. Þeir mega því ekkert tjá sig við fjölmiðla um gang viðræðna eða hvað farið hefur fram á fundum hjá sáttasemjara. Búast má við því að fjölmiðlabannið verði enn í gildi eftir helgi.

Sólarhringsverkfall félagsmanna í Eflingu og VR sem starfa á hótelum og við rútuakstur hófst á miðnætti. Því lýkur á miðnætti og hafa næstu verkfallsaðgerðir verið boðaðar á fimmtudag og föstudag í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×