Misskilningur að verkföll „eigi helst ekki að bitna á neinum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 12:03 Forseti ASÍ segir að það sé einhver misskilningur í gangi að verkföll eigi helst ekki að bitna á neinum. Vísir/vilhelm „Það er einhver misskilningur í gangi um að verkföll eigi helst ekki að bitna á neinum. Verkföll eru neyðarúrræði sem stéttarfélög beita til að knýja á um samninga og eðli málsins samkvæmt bitna þau á fyrirtækjum og almenningi“. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um verkföll sem standa nú yfir hjá VR og Eflingu. Hún segir að það sé tvennt sem sé hornsteinn verkalýðsbaráttu um heim allan, annars vegar rétturinn til að bindast samtökum í stéttarfélögum og hins vegar rétturinn til að leggja niður störf til að knýja á um betri kjör. „Það er mjög alvarlegt að vega að þessum rétti og reyna að dempa eða komast hjá aðgerðum sem launafólk á sannarlega rétt á að beita,“ segir Drífa um réttindin sem eru varin í lögum og stjórnarskrá og eru grundvöllur alþjóðasáttmála um vinnumarkað.Krefjast virðingar og bættra kjara Drífa segir mörg fyrirtæki bera sig illa þessa dagana og bætir við að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni. „Það hefur hins vegar verið ljóst um langt skeið að vinnandi fólk er að rísa upp og krefjast virðingar og bættra kjara og aukins jöfnuðar. Það er því ekki bara krafa dagsins í dag heldur til framtíðar að fyrirtæki og stjórnvöld hlusti og taki mark á þessum kröfum í öllum sínum störfum. Það er hættuspil að hlusta ekki á almenning og mæta ekki kröfum um aukinn jöfnuð, ekki bara hér á landi heldur um heim allan“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
„Það er einhver misskilningur í gangi um að verkföll eigi helst ekki að bitna á neinum. Verkföll eru neyðarúrræði sem stéttarfélög beita til að knýja á um samninga og eðli málsins samkvæmt bitna þau á fyrirtækjum og almenningi“. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um verkföll sem standa nú yfir hjá VR og Eflingu. Hún segir að það sé tvennt sem sé hornsteinn verkalýðsbaráttu um heim allan, annars vegar rétturinn til að bindast samtökum í stéttarfélögum og hins vegar rétturinn til að leggja niður störf til að knýja á um betri kjör. „Það er mjög alvarlegt að vega að þessum rétti og reyna að dempa eða komast hjá aðgerðum sem launafólk á sannarlega rétt á að beita,“ segir Drífa um réttindin sem eru varin í lögum og stjórnarskrá og eru grundvöllur alþjóðasáttmála um vinnumarkað.Krefjast virðingar og bættra kjara Drífa segir mörg fyrirtæki bera sig illa þessa dagana og bætir við að blikur séu á lofti í ferðaþjónustunni. „Það hefur hins vegar verið ljóst um langt skeið að vinnandi fólk er að rísa upp og krefjast virðingar og bættra kjara og aukins jöfnuðar. Það er því ekki bara krafa dagsins í dag heldur til framtíðar að fyrirtæki og stjórnvöld hlusti og taki mark á þessum kröfum í öllum sínum störfum. Það er hættuspil að hlusta ekki á almenning og mæta ekki kröfum um aukinn jöfnuð, ekki bara hér á landi heldur um heim allan“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15