Sport

Kaepernick fær minna frá NFL-deildinni en menn héldu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaepernick í leik með 49ers.
Kaepernick í leik með 49ers. vísir/getty
Þegar greint var frá því um miðjan febrúar að Colin Kaepernick hefði náð samkomulagi við NFL-deildina í langvinnri deilu var fastlega búist við því að hann hefði fengið stjarnfræðilega upphæð frá deildinni.

Svo virðist ekki vera því Kaepernick og félagi hans Eric Reid, sem tók þátt í málsókninni með honum, fá aðeins 10 milljónir dollara sem þeir þurfa að skipta með sér. Svo segir Wall Street Journal.

Er samkomulagið náðist var ákveðið að gefa ekkert upp um peningaupphæðir og báðir aðilar ætla ekki að tjá sig frekar.

Kaepernick og Reid munu því ekki fá þá peninga sem vonir stóðu til um en þeir eiga eftir að greiða himinháan lögfræðikostnað. Þá mun ekki standa eftir eins mikið og menn héldu að þeir væru að fá.

Þetta mál hékk eins og skuggi yfir deildinni en Kaepernick sakaði eigendur liða deildarinnar um að gefa sér ekki tækifæri í deildinni af því hann stæði með sínum skoðunum. Hann ætlaði sér alla leið með málið.

NFL

Tengdar fréttir

Fyrsta klappstýran sem fer niður á hné

Lætin í kringum bandaríska þjóðsönginn og NFL-deildina tóku nýja og óvænta stefnu í nótt er klappstýra ákvað að styðja mótmælin í fyrsta sinn.

Trump: Nike er að senda skelfileg skilaboð

Eins og við mátti búast er Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki hrifinn af því að Nike sé að nota leikstjórnandann Colin Kaepernick í nýjustu auglýsingaherferð sinni.

Kaepernick vill enn spila í NFL-deildinni

Þar sem leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur náð samkomulagi við NFL-deildina eftir langar og harðar deilur er hann loksins farinn að hugsa um að spila aftur í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×