Vor í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun