Skoðun

Flóttafólk

María Bjarnadóttir skrifar
Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska komm­entakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning.

Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku.

Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu.

Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í komm­entakerfinu.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×