Ekki rætt um frestun verkfalls Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 19:10 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Ríkissáttasemjari segir að ekki hafi komið til tals að fresta boðuðum verkföllum á fundum með Samtökum atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga. Efling og VR hafa boðað til verkfalla rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Deiluaðilar hafa fundað í dag og segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, að ágætis samtal hafi átt sér stað. Halda átti fundum áfram klukkan 18:00 og sitja við samningaborðið eitthvað fram eftir kvöldi. Bryndís segist ekki eiga von á að til tals komi að fresta verkfallsaðgerðunum sem eiga að hefjast í kvöld. Þá segir hún afar ólíklegt að gengið verði frá samningi í kvöld. Spurð út í möguleikann á að hún leggi fram miðlunartillögu segir hún engan veginn tímabært að gera það á þessu stigi viðræðnanna. Það sé eitthvað sem gerist vanalega á síðari stigum. „Við erum á allt öðrum stað núna. Það hefur ekki komið til tals,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á að standa yfir í sólahring. Það á að ná til um tvö þúsund hótelsstarfsmanna og rútubílstjóra. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að skólaakstur falli niður vegna verkfallsins á morgun. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ríkissáttasemjari segir að ekki hafi komið til tals að fresta boðuðum verkföllum á fundum með Samtökum atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga. Efling og VR hafa boðað til verkfalla rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Deiluaðilar hafa fundað í dag og segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, að ágætis samtal hafi átt sér stað. Halda átti fundum áfram klukkan 18:00 og sitja við samningaborðið eitthvað fram eftir kvöldi. Bryndís segist ekki eiga von á að til tals komi að fresta verkfallsaðgerðunum sem eiga að hefjast í kvöld. Þá segir hún afar ólíklegt að gengið verði frá samningi í kvöld. Spurð út í möguleikann á að hún leggi fram miðlunartillögu segir hún engan veginn tímabært að gera það á þessu stigi viðræðnanna. Það sé eitthvað sem gerist vanalega á síðari stigum. „Við erum á allt öðrum stað núna. Það hefur ekki komið til tals,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á að standa yfir í sólahring. Það á að ná til um tvö þúsund hótelsstarfsmanna og rútubílstjóra. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að skólaakstur falli niður vegna verkfallsins á morgun.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skólaakstur í Reykjavík fellur niður vegna verkfalla Skólaakstur mun að óbreyttu falla niður í Reykjavík á morgun vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra á miðnætti. 21. mars 2019 18:57
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31