Einstök staða á almenna vinnumarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2019 19:45 Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR marka ákveðin kaflaskipti í samskiptum deiluaðila á almenna vinnumarkaðnum þar sem friður hefur ríkt nánast allt frá gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir tæplega þrjátíu árum. Tæplega sólarhrings verkfall um sjö hundruð starfsmanna hótela innan Eflingar hinn 18. mars síðastliðinn og boðað sólarhrings verkfall ríflega tvö þúsund manns innan Eflingar og VR á fjörutíu hótelum og í störfum hjá rútufyrirtækjum á miðnætti, eru hörðustu aðgerðir á almennum vinnumarkaði í mörg ár. Fyrir utan langt verkfall sjómanna árið 2017 og þar á undan voru verkfallsaðgerðir boðaðar hjá VR árið 2015 en þeim var aflýst á síðustu stundu. Segja má að friður hafi ríkt á almenna vinnumarkaðnum allt fráþjóðarsáttarsamningunum árið 1990 þótt tekist hafi verið á við samningagerð undanfarin ár. Það er líka nýtt að VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fari í samflot eins og Efling, Verkalýðsfélög Akraness og Grindavíkur hafa verið í með VR undanfarna mánuði. VR er um margt ólíkt félögunum innan Starfsgreinasambandsins. Þótt vissulega megi finna hópa afgreiðslufólks á lágmarkslaunum innan VR er breiddin þar meiri en innan félaga verkamanna og verkakvenna.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri VR.Vísir/VilhelmEftirvinna aðeins til hjá VR Innan VR eru hópar sem stunda alls kyns skrifstofustörf og eru með laun langt yfir taxtalaunum en innan Eflingar, fjölmennasta félags Starfsgreinasambandsins, er breiddin minni og stærri hópar ófaglærðra sem taka laun samkvæmt töxtum eða fá litlar yfirborganir. Þá samdi VR um það fyrir mörgum árum að halda inni ákvæðum um eftirvinnu, sem gefur 40 prósenta álag á dagvinnukaup. Eftirvinnuhugtakið hvarf hins vegar úr samningum annarra verkalýðsfélaga fyrir mörgum árum. Þar er allur vinnutími fram yfir dagvinnu talinn sem yfirvinna með 80 prósenta álagi á dagvinnukaupið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki einhugur innan stjórnar VR um stefnu formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar. Margir stjórnarmenn telja til dæmis að Ragnar Þór hefði átt að kynna drög að samningi sem Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands verslunarmanna, sagði í gær að legið hafi fyrir, fyrir stjórn VR en ekki hafna þeim án nokkurrar umræðu. Ef sólarhringsverkfalið skellur á á miðnætti má segja að brotið verði í blað í sögu átaka á almenna vinnumarkaðnum. Verkfallið gæti ýtti samningsaðilum til að semja en gæti líka hleypt illu blóði í samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31