Möguleiki á háum skaðabótum ef fólk utan félaga verður truflað við störf Margrét Helga Erlingsdóttir og Sighvatur Jónsson skrifa 21. mars 2019 16:25 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, segist vita að atvinnurekendur í ferðamannageiranum muni láta reyna á bótaskyldu stéttarfélaga ef afskipti verða höfð af bílstjórum sem ekki eiga að vera í verkfalli. Samtök Atvinnulífsins og Efling túlka verkfallslöggjöfina með ólíkum hætti því að í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar kemur fram að öllum hópbifreiðastjórum svæðisins beri að leggja niður störf að miðnætti.Sjá nánar: Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Helgi segir að skaðabæturnar gætu orðið háar en erfitt sé að henda reiður á umfanginu. „Þetta er ekki bara rútumiðinn. Fólk getur misst af flugi og dýrum ferðum. Hitt og þetta getur verið í uppnámi. Það er eiginlega ómögulegt að segja til um það núna hvað það getur verið mikið,“ segir Helgi. Helgi telur túlkun Eflingar vera of víða. „Það er hreinlega í Stjórnarskrá Íslands að menn hafa val um það að vera í félögum eða standa utan félaga. Þeir sem ekki eru í Eflingu eiga ekkert að þurfa að sæta þessu verkfallsboði. Það er alveg fráleit túlkun að mínu áliti að segja bara að allir þeir sem eru að keyra stóra bíla á þessu svæði eigi bara að vera í verkfalli.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. 21. mars 2019 11:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, segist vita að atvinnurekendur í ferðamannageiranum muni láta reyna á bótaskyldu stéttarfélaga ef afskipti verða höfð af bílstjórum sem ekki eiga að vera í verkfalli. Samtök Atvinnulífsins og Efling túlka verkfallslöggjöfina með ólíkum hætti því að í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar kemur fram að öllum hópbifreiðastjórum svæðisins beri að leggja niður störf að miðnætti.Sjá nánar: Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Helgi segir að skaðabæturnar gætu orðið háar en erfitt sé að henda reiður á umfanginu. „Þetta er ekki bara rútumiðinn. Fólk getur misst af flugi og dýrum ferðum. Hitt og þetta getur verið í uppnámi. Það er eiginlega ómögulegt að segja til um það núna hvað það getur verið mikið,“ segir Helgi. Helgi telur túlkun Eflingar vera of víða. „Það er hreinlega í Stjórnarskrá Íslands að menn hafa val um það að vera í félögum eða standa utan félaga. Þeir sem ekki eru í Eflingu eiga ekkert að þurfa að sæta þessu verkfallsboði. Það er alveg fráleit túlkun að mínu áliti að segja bara að allir þeir sem eru að keyra stóra bíla á þessu svæði eigi bara að vera í verkfalli.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51 Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53 Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. 21. mars 2019 11:02 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. 20. mars 2019 16:51
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Leigubílsstjórar sjá fram á annasama tíð en taka uppgripunum ekki fagnandi. 21. mars 2019 13:27
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. 20. mars 2019 16:53
Breyti titlum starfsfólks til að komast hjá verkfalli Eflingu-stéttarfélagi hefur borist fjölmargar ábendingar frá starfsfólki einnar hótelkeðju á Íslandi um að hæstráðendur séu þessa dagana að uppfæra titla starfsfólks í því skyni að komast hjá verkföllum. Þannig sé verið að titla starfsfólk hinum ýmsu millistjórnendanöfnum þrátt fyrir að hvorki kjör né ábyrgð breytist. 21. mars 2019 11:02