Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum.
„Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.
Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.
The King and Queen in the North! #ForTheThrone #ThroneoftheNorth https://t.co/kOPbDP9KRn pic.twitter.com/dej7BkOCa5
— HBO Nordic (@HBOnordic) March 21, 2019
The children of the forest's true kings have arrived. #ForTheThrone #ThroneoftheForest https://t.co/ma95JE6tp0 pic.twitter.com/UhdedAgu47
— Sky Atlantic (@skyatlantic) March 20, 2019