Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Sighvatur Jónsson skrifar 21. mars 2019 12:15 Samninganefnd atvinnurekenda við upphaf fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun. Visir/Vilhelm Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. Frétta er beðið af kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Framsýnar og Landssambands íslenskra verslunarmanna við atvinnurekendur en boðuð verkföll eiga að hefjast á miðnætti. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur sagt eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandsins og iðnaðarmanna í vikunni að mikilvægt væri að nýta tímann vel næstu daga til að koma í veg fyrir verkföll. Starfsfólk Eflingar og VR fer í sólarhringsverkfall að óbreyttu á miðnætti.„Fyrir fjögur í dag“ Þegar Halldór Benjamín var spurður að því í óformlegu spjalli í morgun hvort það ætti ekki að fara að klára málin svaraði hann kíminn: „Jú, fyrir klukkan fjögur í dag.“ Það skal ósagt látið hvernig lesa skal í þessi orð Halldórs Benjamíns en andrúmsloftið var spennuþrungið í karphúsinu. Fljótlega eftir að fundur hófst sagði skrifstofustjóri ríkissáttasemjara að breytt fyrirkomulag yrði á fundinum og bað fjölmiðla því næst að yfirgefa húsnæðið. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, Halldór Oddsson, segir að hægt sé að fresta verkfalli með skömmum fyrirvara. Ef gangur sé í viðræðum megi fresta verkfalli einhliða eða með samkomulagi nokkrum mínútum fyrir miðnætti.ASÍ sammála túlkun Eflingar Atvinnurekendur og Eflingu greinir á um hvaða starfsmenn fari í verkfall. Samtök atvinnulífsins telja að verkfall hjá rútufyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna Eflingar ekki til starfsmanna sem eru í öðrum félögum. Lögfræðingur ASÍ er ósammála þeirri túlkun atvinnurekenda. „Það er vandamál sem við þekkjum að atvinnurekendur í einhverjum tilvikum þrýsta á aðila að skipta um stéttarfélög og með því reyna að lágmarka tjónið sem af verkfalli verður,“ segir Halldór. Með því séu atvinnurekendur að ganga á einstaklingsbundinn rétt starfsfólks. „Okkar túlkun er sú að verkfallsboðun Eflingar bindi alla þá sem sinni þeim störfum sem kjarasamningurinn þeirra nær til,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira