Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 07:52 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/AP Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54