Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. Fréttablaðið/Ernir Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira