Belja baular í útlöndum Valtýr Sigurðsson skrifar 21. mars 2019 08:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður kom í þáttinn „Reykjavík síðdegis“ á dögunum til að ræða um nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Hans skoðun var sú að dómurinn væri að engu hafandi og að við Íslendingar ættum ekki að kippa okkur upp við það þótt einhver belja baulaði í útlöndum. Dómarar Landsréttar ættu því að halda áfram að dæma sem áður og stjórnvöld að halda ró sinni. Þessi orð lögmannsins leiddu hugann að því þegar Mannréttindanefnd Evrópuráðsins gaf sjálfstæði dómstóla á Íslandi falleinkunn 1987 vegna máls manns sem var búsettur á Akureyri og hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. Í samræmi við gildandi lög var mál hans tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans sem starfaði á ábyrgð og undir stjórn bæjarfógeta sem jafnframt er yfirmaður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu að málið hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmálanum. Í stað þess að taka til varna í málinu ákvað íslenska ríkið að breyta lögunum til samræmis við álit Mannréttindanefndarinnar. Hugmyndir að frumvarpi að lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði voru kynntar í Dómarafélagi Ísland en formaður félagsins var bæjarfógeti. Eins og mörgum félagsmönnum leist formanninum ekki á að sýslumenn og bæjarfógetar yrðu sviptir dómsvaldinu. Orð formannsins voru á þá leið að þetta fyrirkomulag hefði reynst vel í okkar litla landi og engin ástæða væri til að hlaupa eftir einhverju erlendu fyrirkomulagi í þessum efnum. Þá skyldu menn vita að það væri til pólitískt vald í þessu landi og því yrði beitt til að koma í veg fyrir lagasetningu sem breytti þessu skipulagi. Sem betur fer kom ekki til þess að slíku valdi yrði beitt og því tóku lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi 1992. Þessi breyting hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna og þá um leið fyrir þegna þessa lands þótt enn ætti eftir að stíga skrefið til enda, þ.e. að koma á fót millidómstigi. Hluti af því að búa í réttarríki er að geta leitað til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla og njóta þannig réttaröryggis. Skipun dómara er stór hluti af þessu kerfi. Þrátt fyrir að við höfum svipað fyrirkomulag og t.d. Norðurlöndin er skipun í dómarastöðu sífellt deiluefni hér á landi. Staðreyndin er hins vegar sú að dómsmálaráðherrar hinna Norðurlandanna hlutast yfirleitt ekki til um tilnefningar hæfnisnefnda um dómara. Því mætti ætla að ábyrgð ráðherra þar væri annars konar en ráðherraábyrgð hér. Sjónarmið Jóns Steinars og afstaða hans til dóms Mannréttindadómstólsins hugnast mér ekki og ætla ég að fleiri séu þeirrar skoðunar. Þá kæmi ekki á óvart þótt meirihluti landsmanna teldi það fela í sér aukið réttaröryggi og ekki skerðingu á fullveldi Íslands að unnt sé að leita til Mannréttindadómstólsins með mál sín í stað þess að þurfa eingöngu að reiða sig á íslensk stjórnvöld og Alþingi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun