Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:56 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl Vísir/vilhelm Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55