Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 11:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15