Lægra verðmat endurspeglar óvissu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Ljósmynd/Eimskip Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Eimskip á 158,2 krónur á hlut í nýju verðmati og segir matið endurspegla óvissu til næstu sex til átján mánaða. Afkoma flutningafélagsins hafi verið langt frá væntingum í fyrra og líkur séu á því að félagið verði áfram í varnarbaráttu á þessu ári. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Eimskip í 182 krónum á hlut þegar verðmatið var gefið út í byrjun vikunnar en gengið lækkaði um samtals 2,8 prósent í gær og á mánudag og var 177 krónur á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er fjárfestum ráðlagt að minnka við hlut sinn í Eimskip. „Við teljum að félagið verði áfram í varnarbaráttu árið 2019 vegna loðnubrests og lítils vaxtar í öðrum útflutningi, Brexit, óvissu í hagkerfinu sem hefur þegar haft áhrif á magn innflutnings, kjarasamninga og varðsamkeppni í flutningum til og frá Íslandi,“ segja greinendur hagfræðideildarinnar. Að auki sé enn beðið eftir því að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir samstarf Eimskips og Royal Arctic Line sem sé stór forsenda fyrir kaupum fyrrnefnda félagsins á tveimur nýjum skipum sem séu sérútbúin til siglinga við heimskautaskilyrði. Annar stór áhættuþáttur í rekstrinum, að mati hagfræðideildarinnar, er breytingar á losunarstöðlum frá og með byrjun næsta árs sem muni valda kostnaðarhækkunum hjá skipafélögum. Engu að síður telja greinendurnir að EBITDA Eimskips – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – muni hækka á árinu. „Rekstrargírun“ í skipafélögum sé alþekkt og jákvæður viðsnúningur í verði og magni flutninga geti bætt afkomuna töluvert. Þá séu möguleikarnir með samstarfinu við Royal Arctic Line stærsti hvatinn að hærra verðmati.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Sjá meira