Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:00 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag. Umræða um vinnutímabreytingar sé nokkurn veginn úr vegi. Fundur stóð enn yfir hjá Eflingu, VR og fjögurra annarra stéttarfélaga með Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum en hann hófst í hádeginu. „Það er búið að vinna stíft og báðir aðilar eru að vinna greiningarvinnu út af fyrir sig og þess á milli er verið að funda og það er samtal í gangi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það hafi steytt á umræðunni um launaliðinn. „Það hefur líka steytt á umræðu um vinnutímabreytingar. Nú, annar af þessum ásteytingarsteinum sýnist mér að sé nokkurn veginn úr vegi en það er verið að ræða launaliðinn mjög stíft,“ segir Viðar. Að óbreyttu hefjast svokölluð háannatímaverkföll hjá bílstjórum almenningsvagna Kynnisferða í fyrramálið en þau munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórar leggja niður störf frá klukkan sjö til níu í fyrramálið og aftur frá klukkan fjögur til sex síðdegis. „Það [verkfallið] mun fara fram og ekkert sem bendir til annars. Okkar áætlun um sólarhringsverkföll á miðvikudag, fimmtudag og föstudag, hún stendur enn og við biðjum okkar félagsmenn að vera í startholum að framfylgja þeirri aðgerð en að sjálfsögðu er aldrei að vita hvað getur gerst í viðræðunum.“ Hann býst við því að fundað verði fram á kvöld. „Ég er allavega ekki að fara heim í kvöldmat.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42 Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21 Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Landið mun betur undirbúið fyrir skell í efnahagslífinu en áður Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir það vera í höndum aðila vinnumarkaðarins hvernig efnahagslífið hérlendis mun þróast næstu mánuði og jafnvel ár. Hann segir landið vera of dýrt og því þurfi að fara varlega í launahækkanir. 31. mars 2019 12:42
Samningaviðræður gangi vel en samninga ekki að vænta í dag Skýrst gæti á næstu dögum hvort gangi saman á milli SA og sex verkalýðsfélaga. Verkföll hafa að óbreyttu áhrif á strætósamgöngur frá og með morgundeginum. 31. mars 2019 12:21
Ofsögum sagt að gengið verði frá kjarasamningi á morgun Formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) segist ekki geta staðfest að gengið verði frá kjarasamningi á morgun, líkt og Mbl hafði eftir heimildarmönnum sínum í kvöld, enda sé enn töluverð vinna eftir. 30. mars 2019 22:15