Skiptar skoðanir um ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 18:15 Sjórinn var í það minnsta ekki mjög hlýr við Breiðamerkursand í gær. Mynd/lovísa birgisdóttir Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira