18 ára skósmiður sem elskar athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum. Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira