Morðinginn í Christchurch kvartar undan illri meðferð í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 23:15 Maðurinn sést hér leiddur fyrir dómara í Christchurch þann 16. mars síðastliðinn. Dómstóll fyrirskipaði að andlit mannsins skyldi afmáð á öllum myndum sem teknar eru af honum í dómsal. Getty/Mark Mitchell-Pool Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ástralskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt fimmtíu manns í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í mánuðinum, hefur kvartað formlega undan illri meðferð sem hann telur sig sæta í fangelsi, samkvæmt fréttum nýsjálenskra miðla. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir eitt morð og á yfir höfði sér fleiri ákærur vegna árásarinnar. Hann hefur sætt einangrunarvist í fangelsi í nýsjálensku borginni Auckland síðan 16. mars síðastliðinn, daginn eftir árásina.Sjá einnig: Minntust fórnarlambanna í ChristchurchNýsjálenski miðillinn Stuff greinir frá því að maðurinn hafi nú sent inn formlega kvörtun til fangelsismálayfirvalda en hann segist hafa verið hlunnfarinn um grundvallarréttindi í fangelsinu. Þannig hafi hann ekki fengið að hringja símtöl og fá heimsóknir, líkt og lög kveða á um. Heimildarmaður innan fangelsisins segir manninn undir stöðugu eftirliti og að hann njóti hvorki heimsóknarréttar né fái afnot af síma. Kveðið er á um það í nýsjálenskum lögum að fangelsismálayfirvöldum sé heimilt að neita föngum um ákveðin réttindi. Slíkt gildi við tilteknar aðstæður, til að mynda þegar fangar sitja í einangrun af öryggisástæðum. Árásin sem maðurinn er grunaður um er sú mannskæðasta í sögu Nýja-Sjálands en hann skaut fimmtíu til bana og særði tugi til viðbótar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skipaði í vikunni sjálfstæða og óháða nefnd til að rannsaka árásina en nefndin mun m.a. kortleggja ferðir mannsins á Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50 Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Vilhjálmur prins heimsækir Nýja-Sjáland Vilhjálmur prins mun heimsækja Nýja-Sjáland í næsta mánuði til þess að heiðra minningu þeirra fimmtíu sem létust í hryðjuverkaárás í borginni Christchurch. 27. mars 2019 22:50
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19