Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. Verkföllin munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir innan höfuðborgarsvæðisins.
Að frátöldum laugardögum og sunnudögum verður vinna lögð niður á hverjum degi frá klukkan 7 til 9 að morgni og aftur klukkan 16 til 18 síðdegis. Leiðirnar sem verkföllin hafa áhrif á eru leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36.
Aðrar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu taka ekki þátt í framangreindum verkfallsaðgerðum en ljóst er að aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á leiðakerfið á höfuðborgarsvæðinu.
Strætó og Kynnisferðir settu saman áætlun á framangreindum leiðum til þess reyna að skerða þjónustu sem minnst. Í áætluninni er lögð áhersla á að hætta akstri á endastöðvum eða á stórum biðstöðvum þannig farþegar hafi kost á því að nýta aðrar leiðir kerfisins.
Hér má nálgast tímaáætlun leiðanna.
Innlent